Makrílvertíð sumarsins er hafin og eru flest uppsjávarveiðiskip Eyjanna farin til veiða. Vertíðin fer hægt af stað en Eyjaflotinn hefur verið við veiðar suðaustan við Eyjar. Eyþór Harðarson útgerðarstjóri Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, segir það ekki mikið áhyggjuefni að veiðar fari hægt af stað. ,,Fyrsta löndunin í makríl var 28. júní síðastliðinn. Við erum með þrjú skip á makrílveiðum, Heimaey, Sigurð og Álsey. Veiðarnar hafa farið hægt af stað og ekki mikið að sjá af makríl enn sem komið er. �?að er ekkert sérstakt áhyggjuefni fyrir okkur ennþá, þar sem oft hefur þetta ekkert verið að gera sig fyrr en undir miðjan júlí.�?� Sindri Viðarson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar tekur í sama streng. ,,Makrílinn fer rólega af stað. Veiðin er róleg til að byrja með en það er ekkert óvenjulegt. Oft er rólegt til að byrja með og kannski voru ekki bestu aðstæður í síðustu viku, kvika og lítil sól. Annars gengur vel að vinna og fiskurinn er ágætlega haldinn. Við erum búnir að vera á vöktum með smá hléum síðan síðasta mánudag. �?annig að við erum bara nokkuð bjartsýnir fyrir framhaldið.�?�