Stjórn og trúnaðarráð Drífanda stéttarfélags lýsir fullum stuðningi við baráttu félaga sinna í fiskimjölsverksmiðjum í Vestmannaeyju og á Austurlandi. Stjórn og trúnaðarráðið hvetur einnig stéttarfélög og launþega um allt land til að standa með þeim í baráttunni fyrir bættum kjörum en þetta var samþykkt á fundi Drífanda í morgun.