Í gærkvöldi fór fram Sumarstúlkukeppni Vestmannaeyja með pompi og prakt þar sem Margrét Björk Grétarsdóttir bar sigur úr bítum. Keppnin var öll hin glæsilegasta og sjá mátti að stúlkurnar höfðu lagt mikla vinnu á sig undanfarnar vikur. Stúlkurnar komu fjórum sinnum fram, fyrst komu þær fram í glæsilegu opnunaratriði við góðar undirtektir áhorfenda, svo var boðið upp á tískusýningu frá Sölku og 66. Að lokum komu stelpurnar fram í kjólum þar sem áhorfendur fengu að kynnast stelpunum nánar og sjá myndir úr lífi þeirra. Ljóst var að dómnefnd átti ekki auðvelt val fyrir höndum.
Hápunktur kvöldsins var þegar verðlauna afhendingin fór fram. Margrét Júlía Ingimarsdóttir var kosin vinsælasta stúlkan en stelpurnar kjósa sjálfar vinsælustu stúlkuna.
Sigþóra �?nnudóttir er ljósmyndafyrirsæta Vestmannaeyja, Díana Helga Guðjónsdóttir var valin Sportstúlkan, Jenný Jóhannsdóttir hlaut titilinn Bjartasta brosið og Margrét Björk Grétarsdóttir er Sumarstúlka Vestmannaeyja árið 2016.
Nánar verður fjallað um sumarstúlkuna í næsta tölublaði Eyjafrétta.