Fullt var út úr dyrum í Ásgarði, félagsheimili Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum í gær á opnum fundi þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Á annað hundrað manns mættu til fundarins og voru umræður líflegar. Umræðuefni voru m.a. samgöngumál, sjávarútvegsmál, embætti sýslumanns, atvinnumál, fækkun opinberra starfa, kjarasamningar, heilbrigðisþjónusta. Vestmannaeyjar eru síðasti viðkomustaður þingflokksins á hringferð hans um landið sem hófst í kjördæmaviku Alþingis 10. febrúar sl.