Marinella Panayiotou til ÍBV
Mynd/ ibvsport

Kýpverska knattspyrnukonan Marinella Panayiotou hefur skrifað undir samning við ÍBV út keppnistímabilið 2023.

Marinella hefur leikið víða í Evrópu en flesta leiki á hún á Kýpur þar sem hún hefur leikið með tveimur liðum og skorað samtals 125 mörk í 117 leikjum.

Síðast var Marinella á samningi hjá ítalska liðinu ACF Arezzo en áður hjá albanska liðinu Vllaznia Shkoder er liðið lék í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á leiktíðinni sem nú er enn í gangi.

Marinella, sem er fædd árið 1995, getur leikið flestar stöðurnar í sókninni en félagið bindur vonir við að hún komi til með að styrkja leikmannahóp liðsins fyrir átökin í Bestu deildinni í sumar.

ÍBV fór vel af stað í Bestu deildinni í gær er liðið vann opnunarleikinn gegn Selfossi.

Nýjustu fréttir

Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Dýpi ekki nægjanlegt í Landeyjahöfn — Herjólfur fer til Þorlákshafnar
Sigurmark ÍBV kom í blálokin gegn Fram
Andlát: Þórunn Pálsdóttir
Mílan Jezdimirovic skrifar undir samning við ÍBV
Aukum loðnuveiðar
Eyjagöng gera samninga um jarðfræðirannsóknir
Kristmundur Axel meðal listamanna á Hljómey
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.