Laugardaginn 23. júlí 2011 mun handverkshópurinn Vilpa opna vinnustofur sínar og markað í Pipphúsi, Norðursundi 10. Opnunarhóf verður milli þrjú og fimm og eru allir velkomnir. Vilpa handverkshópur, sem samanstendur af sex konum, hefur sett á stofn handverkshús þar sem rekið er sameiginlegt verkstæði og vinnuaðstaða til að hanna og framleiða handverk. Samhliða vinnustofunni opnar hópurinn nú handverksmarkað í Pipphúsi.