Birna Berg Haraldsdóttir, sem varði mark kvennaliðs ÍBV í knattspyrnu, meiddist illa í leik með liði sínu, Fram í handknattleik á laugardaginn. Liðband í hnénu er slitið en í dag kemur í ljós hvort krossband hafi sömuleiðis slitnað. Vegna meiðslanna er ekki víst að Birna verji mark ÍBV næsta sumar en hún verður þrjá til fimm mánuði frá vegna liðbandaslits. Ef krossbandið er líka slitið má bæta í það minnasta þremur mánuðum við þann tíma.