Díoxínmengun frá sorpbrennslunni í Vestmannaeyjum er 84 sinnum meiri en viðmiðunarmörk fyrir sorpbrennslur, sem starfa á grundvelli EES reglna frá 2003. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag en umfjöllun um díoxínmengun frá sorpbrennslu á Ísafirði hefur verið áberandi í fjölmiðlum undanfarið. Mengunin í Eyjum er samkvæmt Fréttablaðinu meiri en á Ísafirði en mest er hún á Klaustri eða 95 sinnum meiri en EES reglurnar segja til um.