Eyjamenn voru svo sannarlega óheppnir að ná ekki að slá Íslandsmeistara FH úr leik í VISA bikarkeppninni en liðin mættust á Hásteinsvelli í dag í 16 liða úrslitum. Leikurinn var bráðfjörgur, fjölmörg færi litu dagsins ljós og ef eitthvað var, þá voru heimamenn sterkari. Eftir venjulegan leiktíma var staðan jöfn 2:2 og því var gripið til framlengingar. Þar skoruðu FH-ingar sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok en Eyjamenn fengu tvö algjör dauðafæri eftir það. Lokatölu urðu hins vegar 2:3, heppnissigur Íslandsmeistaranna.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst