Við áramót er við hæfi að líta um öxl og rifja upp árið sem liðið er. Árið hjá Eyjafréttum var viðburðaríkt með eindæmum. 40 ára afmæli var fagnað, ritstjóraskipti, starfsmannabreytingar og enn meiri breytingar í farvatninu. En 52 tölublöð komu út af Eyjafréttum á árinu samtals 1048 blaðsíður af fréttum og viðtölum.
Á Eyjafrettir.is var líka nóg að frétta og mikið að lesa.
Mest lesna fréttin árið 2014 er frétt um töflu sem Ágúst �?skar Gústafsson, sérfræðingur í heimilislækningum hjá Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja útbjó í samstarfi við �?órólf Guðnason, barnalækni, um hversu lengi börn smita eftir hin ýmsu veikindi.
Í öðru sæti var frétt um draum Klöru Tryggvadóttur um gos í Bárðabungu sem reyndist svo rætast, en var þó um tíma bara “held”gos en reyndist að lokum hafa verið eldgos eftir allt saman
�?riðja mest lesna fréttin á Eyjafrettir.is 2014 var svo grein eftir Pál Scheving Ingvarsson um inngöngu í Evrópusambandið
Í fjórða sæti var frétt um nýjan ritsjóra Eyjafrétta. En �?mar Garðarsson settist að nýju í ritstjórastólinn nýverið.
Nýr ritstjóri Eyjafrétta
Í því fimmta er svo grein Inga Freys Vilhjálmssonar, fréttastjóra DV um Menningarlega núllið Vestmannaeyjar
Aðrar fréttir á topp tíu listanum eru þessar:
– grein eftir Lóu Baldvinsdóttur
Starfsfólk Eyjafrétta þakkar lesendum og auglýsendum kærlega fyrir stuðninginn á árin sem er að líða og er fullt tilhlökkunar að takast á við nýtt ár og nýja tíma með ykkur.
Gleðilegt nýtt ár.