Margrét Lára Viðarsdóttir setti nýtt met í leiknum á móti Slóveníu á laugardaginn þegar hún varð fyrsti A-landsliðsmaður Íslands, karla eða kvenna, til þess að skora tíu landsliðsmörk á einu ári. Hún bætti síðan tveimur mörkum við í stórsigri á Grikkjum í fyrrakvöld. Margrét Lára er nú komin með þrettán mörk í þeim átta leikjum sem hún hefur spilað á þessu ári og hefur þar með bætt met sitt (frá 2006 og 2007) um fimm mörk þó að enn séu að minnsta kosti tveir leikir eftir á árinu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst