Metnaðarfull verkefni sem munu nýtast Idunn Seafoods
6. febrúar, 2025
Vitinn
Dagur flytur erindi á setningarathöfn Vitans.

​Í síðasta mánuði var hugmyndasamkeppni SFS og HR haldin. Keppnin gengur undir nafninu Vitinn en hét áður Hnakkaþon. Vitinn er samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og hefur verið haldin árlega síðan 2015. Nemendur Háskólans koma sér saman í tveggja til fimm manna liðum sem leysa svo verkefni sem sett er fyrir hópinn.

Verkefnið er alltaf raunverulegar aðstæður hjá fyrirtækjum í sjávarútvegi og í ár tók Idunn Seafoods þátt í verkefninu. Dagur Arnarsson er rekstrarstjóri Idunn Seafoods.

„Valdimar Sigurðsson prófessor við viðskipta og hagfræðideild Háskólans í Reykjavík setti verkefnið upp með aðstoð frá mér. En verkefnið bar yfirskriftina: Byggja upp vörumerki Idunn Seafoods fyrir unga bandaríska neytendur,“ segir Dagur í samtali við Vinnslustöðvar​-vefinn.

Hvernig hægt sé að fá unga bandaríska neytendur til að velja þorsklifur

Krakkarnir höfðu þrjá daga að leysa verkefnið og kynna það fyrir dómnefnd sem skipuð var Valdimari Sigurðssyni, dr. Bryndísi Björk Ásgeirsdóttur, deildarforseta félagsvísindasviðs Háskóla Reykjavíkur, Erin Sawyer, viðskiptastjóra hjá bandaríska sendiráðinu, en hún er staðgengill sendiherra bandaríkjanna á Íslandi eða Chargé d’affaires, Haraldi Haraldssyni, sölu og markaðssjóra  Icelandair Cargo, Birtu Karen Tryggvadóttur, hagfræðing hjá samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi og svo Degi Arnarssyni.

Dagur segir að níu hópar hafi tekið þátt í verkefninu sem er metþátttaka. „Hóparnir skiluðu allir góðum og metnaðarfullum verkefnum sem gerði dómnefndinni  mjög erfitt fyrir þar sem þau voru búin að greina Idunn Seafoods, bandaríska markaðinn og koma með hugmyndir af því hvernig hægt sé að fá unga bandaríska neytendur til að velja þorsklifur.

Það er klárt að Idunn mun geta nýtt sér margt af því sem fram kom í þessu verkefni þar sem margar góðar ábendingar komu fram og var aðdáunarvert að sjá hve vel verkefnin eru unnin hjá nemendunum,“ segir Dagur.

Laxarnir sigruðu

Sigurliðið í ár var liðið Laxarnir sem samanstendur af þeim Hrafni Inga Agnarssyni, Jönu Ebenezersdóttur, Lísu Ólafsdóttur, Sólveigu Sigurðardóttur og Telmu Rún Eðvaldsdóttur. Allir þessir nemendur stunda nám í BSc í rekstarhagfræði. Þess má geta að sigurliðið fékk í verðlaun ferð á sjávarútvegssýninguna Seafood Expo North America í Boston. Fleiri myndir frá keppninni má sjá á vef Vinnslustöðvarinnar.

Vitinn
Setningarathöfn Vitans 2025
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 2tbl 2025
2. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst