Um 200 manns mættu á Álfaskeið og hlýddu á söng Karlakórs Hreppamanna, frásagnir af konungskomunni 1907 og samkomum á Álfaskeiði. Drukkin var mjólk frá Birtingarholti, líkt og fyrir 100 árum og einnig var boðið upp á sódavatn.
Um 160 skrifuðu í gestabókina á fjallinu en ekki munu alveg allir hafa skrifað vegna langrar biðraðar við bókina. Á Kistu, hæsta toppi fjallsins, var greint frá nöfnum fjalla á sjóndeildarhringnum.
Jóhannes Sigmundsson í Syðra-Langholti var göngustjóri og hann setti saman nokkrar vísur sem eru komnar í gestabókina:
Vísurnar hljóða svo:
Á Langholtsfjall er létt að ganga,
lofa margir það.
Er blómin smá í brekkum anga
bý ég mig af stað.
Er af Kistu ægifögur
útsýn vítt um sveit.
Landið geymir gamlar sögur
og gömul fyrirheit.
�?essi fagri fjallahringur
fangar huga minn.
Hér er, ungi Íslendingur,
arfur minn og þinn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst