Mikil áhætta af hagræðingu geta komið illa niður á rekstri sveitafélaga
Örvar, Arnar, Eyþór og Diddi mættu á erindið.
Daði Már Kristófersson, umhverfis- og auðlindahagfræðingur

Í lok október hélt Daði Már Kristófersson, umhverfis- og auðlindahagfræðingur erindi í Þekkingarsetri Vestmannaeyja.  Erindið er hluti af mánaðarlegum erindum um sjávarútveg sem Þekkingarsetur Vestmannaeyja heldur fyrir aðila í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum.  Erindi Daða fjallaði m.a. veiðigjöld: forsendur, áhrif og skiptingu þeirra.  Fram kom í erindinu að lögaðilar í Vestmannaeyjum greiddu 1181 mkr. í veiðigjöld á fiskveiðiárinu 2017/2018, eða um 10,5% af heildarveiðigjöldum.  4 stærstu fyrirtækin greiddu þar af 1008 mkr. eða 85% af gjöldunum í Eyjum.  Rúmlega 20 manns mættu á erindi Daða.

Í lok erindisins fjallaði hann um hvers vegna ætti að deila tekjum af veiðigjöldunum. Nefndi hann 3 atriði í því samhengi. Rökin fyrir því eru m.a. þau að það eru neikvæð áhrif framseljanleika aflaheimilda á byggðaþróun.  Það eru óumflýjanleg áhrif hagræðingar á fjölda starfa í sjávarútvegi og í þriðja lagi að sanngirnissjónarmið þurfa að liggja að baki.

En, hver eru möguleg áhrif á samfélag eins og Vestmannaeyjar?  Daði nefndi að nokkur áhætta væri undirliggjandi í samfélagi eins og í Vestmannaeyjum sökum hlutfallslegrar stærðar sjávarútvegsins af atvinnulífinu í Eyjum.  Deiling auðlindagjaldsins beint til sjávarútvegssveitarfélaganna gæti minnkað áhrifin af þeirri áhættu.  Veiðigjöld kalla á aukna hagræðingu í sjávarútveginum sem aftur bitnar á fjölda starfa.  Áhrif þess á sveitarfélög geta verið nokkuð mikil þar sem rekstur sveitarfélaga byggist að stórum hluta af útsvari af launatekjum.  Í dag er það þannig að veiðigjöld skila sér beint í ríkissjóð en ekki beint til sveitarfélaga og það sama á við um tekjuskatt fyrirtækja sem eykst við bætta afkomu fyrirtækja sem getur verið afleiðing hagræðingar.  Því er nokkur undirliggjandi áhætta sem forsvarsfólk sveitarfélaga þarf að vera meðvituð um.

Hægt er að sjá erindið, bæði myndband, myndir og glærur, á heimasíðu Þekkingarsetursins

 

Nýjustu fréttir

Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.