Yfir 500 fyrirtæki urðu gjaldþrota fyrstu 8 mánuði ársins, talsvert fleiri en á sama tíma í fyrra. Allt stefnir í að ríflega 1100 fyrirtæki verði ógjaldfær næsta árið – en ógjaldfæri er tækniyrði yfir gjaldþrot. Þetta er mat sérfræðinga Creditinfo, sem fylgjast náið með þróun í efnahagslífinu og byggja reiknilíkön sínum á raunverulegum gögnum.
Milli 2004 og 2006 fækkaði gjaldþrotum en frá í fyrra hefur þeim fjölgað á ný og stefnir allt í að þetta ár verði slæmt. Um mánaðamótin ágúst-september voru gjaldþrot orðin 509, en allt árið í fyrra voru þau 657.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst