Mikil gleði hér í morgunn
10. desember, 2020

Sundlaug Vestmannaeyja opnaði klukkan sex í morgunn. Sundlaugunum landsins var lokað í annað sinn í heimsfaraldrinum þann 7. október, en samkvæmt nýjustu reglugerð heilbrigðisráðherra var þeim heimilt að hafa opið fyrir almenningi aftur frá og með deginum í dag.

“Það var mikil gleði hér í morgunn þegar okkar fastagestir mættu með bros á vör eftir rúmlega tveggja mánaða pásu,” sagði Grétar Þór Eyþórsson forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar í samtali við Eyjafréttir. “Það er geggjað að getað opnað aftur, það eru margir ánægðir með þetta. Ég finn það líka á starfsfólkinu að það er léttara yfir öllu og lífið hér að færast í eðlilegra horf. Svo verður líka gaman að fá meistaraflokkana aftur í húsið.”

Grétar segist ekki eiga vona á neinni sprengju í aðsókn en heimilt er að taka á móti 82 baðgestum í lauginni. “Þetta verða væntanlega okkar fastagestir sem mæta á sínum tímum ég hef ekki áhyggjur af þessum fjöldatakmörkum á þessum árstíma.” Grétar sagði að endingu þær fréttir helstar að leiklaugin væri komin í gagnið og reiknaði með að hún næði réttu hitastigi á morgun.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.