Það er barist á tvennum vígstöðum hjá ÍBV-íþróttafélagi í dag í leikjum sem skipta miklu máli. Á Hásteinsvelli klukkan 14.00 mætir ÍBV Fram í Bestu deild karla í fótbolta og er hann Eyjamönnum mjög mikilvægur.
Sigur í leiknum fer langleiðina með að tryggja ÍBV þrjá heimaleiki í úrslitakeppninni nú þegar einungis tvær umferðir eru eftir af deildinni. Hittingur er í Týsheimilinu fyrir leik þar sem Hermann þjálfari heilsar upp á mannskapinn.
Það er líka mikið undir hjá ÍBV karla í handboltanum í Evrópubikarnum. ÍBV mætti í gær Holon frá Ísrael í fyrri leik liðanna sem lauk með 41:35 sigri ÍBV. Gott veganesti til að tryggja sér sæti í annarri umferð Evrópubikars karla í leik sem hefst klukkan 16.00 í Íþróttamiðstöðinni.
Sigfús Gunnar – Mynd frá leiknum gegn Holon í gær.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst