Mikilvægir leikir hjá körlunum í handbolta og fótbolta

Það er barist á tvennum vígstöðum hjá ÍBV-íþróttafélagi í dag í leikjum sem skipta miklu máli. Á Hásteinsvelli klukkan 14.00 mætir ÍBV Fram í Bestu deild karla í fótbolta og er hann Eyjamönnum mjög  mikilvægur.

Sigur í leiknum fer langleiðina með að tryggja ÍBV þrjá heimaleiki í úrslitakeppninni nú þegar einungis tvær umferðir eru eftir af deildinni. Hittingur er í Týsheimilinu fyrir leik þar sem Hermann þjálfari heilsar upp á mannskapinn.

Það er líka mikið undir hjá ÍBV karla í handboltanum í Evrópubikarnum. ÍBV mætti í gær Holon frá Ísrael í fyrri leik liðanna sem lauk með 41:35 sigri ÍBV. Gott veganesti til að tryggja sér sæti í annarri umferð Evrópubikars karla í leik sem hefst klukkan 16.00 í Íþróttamiðstöðinni.

Sigfús Gunnar – Mynd frá leiknum gegn Holon í gær.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.