Mikilvægt að tryggja embætti lögreglustjóra í Vestmannaeyjum
2. janúar, 2015
Nú um áramótin voru embætti sýslumanns og lögreglustjóra aðskilin. Lára Huld Guðjónsdóttir tók við sem sýslumaður í Vestmannaeyjum og Páley Borgþórsdóttir tók við sem lögreglustjóri. Í gær, nýársdag bauð Páley, sem tók við embætti lögreglustjóra í Vestmannaeyjum frá og með 1. janúar 2015 lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra, fulltrúa, ritara og svo helstu samstarfsaðilum lögreglunnar, bæjarfulltrúum, almannavarnanefnd, prestunum, læknum, slökkviliðsstjóra, sýslumanni, skrifstofustjóra sýslumannsembættisins og fleirum til kaffisamstæis á lögreglustöðinni.

-Tilefnið er svo ærið, að fagna stofnun nýs embættis í Vestmannaeyjum en lögin tóku gildi 1. janúar 2015 og nýtt embætti varð til, sagði Páley þegar hún ávarpaði gesti. Hún rakti hversu mikilvægt það hefði verið að tryggja embætti lögreglustjóra í Vestmannaeyjum og að barist hefði verið fyrir báðum embættunum þ.e. sýslumanns og lögreglustjóra um margra ára skeið. Eða frá því að hugmyndir um að leggja þau niður komu fyrst upp. �?ar hefðu allir lagst á eitt, starfsmenn embættisins, fyrrverandi sýslumaður, bæjarstjórn og ekki síst bæjarstjóri.
-�?rátt fyrir að í dag er nýársdagur taldi ég eðlilegt að kalla þennan hóp saman og fagna nýju embætti og óska því velfarnaðar. �?að er jú alveg sama þó að það séu hárauðir dagar, lögreglan er aldrei í fríi og alltaf er opið á lögreglustöðinni, sagði Páley og lagði áherslu á góða samvinnu allra aðila, bæði innan embættisins og við helstu samstarfsaðila embættisins.

-Mér finnst tilhlýðilegt í ljósi þeirrar góðu samvinnu sem við ætluðum okkur að eiga að við hittumst á þessum degi, fáum okkur kaffisopa og spjölluum saman í góðu tómu.

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst