Eyjamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson er í eldlínunni með íslenska karlalandsliðinu, sem tekur þátt í Evrópumótinu í handbolta í Danmörku. Kári hefur tekið þátt í fyrstu tveimur leikjunum, í sigurleik gegn Norðmönnum og jafnteflisleik gegn Ungverjum en íslenska liðið mætir heimsmeisturunum frá Spáni á morgun, fimmtudag. Ísland er þegar búið að tryggja sér sæti í milliriðli en spurningin er hvort liðið taki með sér 1, 2, 3 eða 4 stig. �??Nú erum við komnir í milliriðil sem gæti orðið svolítið sexí. Fyrst tökum við Spán á morgun, sem í raun og veru er fyrsti leikurinn í milliriðli. �?ar gætum við unnið okkar fyrsta sigur og þá tekið þrjú eða fjögur stig með okkur í milliriðilinn,�?? sagði Kári í samtali við Eyjafréttir í morgun.
Viðtalið má lesa í vikublaði Eyjafrétta sem er komið í helstu verslanir og til áskrifenda.