Minning - Þórunn Ingibjörg Ingvarsdóttir

Góður félagi okkar í ÍBV- íþróttafélagi Þórunn Ingibjörg Ingvarsdóttir er látinn eftir stutta en erfiða baráttu við við alvarleg veikindi. Þórunn var fædd í Neskaupstað 18. febrúar 1954 og lést hér í Eyjum 21. mars s,l. Þórunn kom snemma öflug að starfi íþróttanna hér í Eyjum, fyrst hjá Knattspyrnufélaginu Týr og svo að starfsemi Í.B.V. íþróttafélags eftir stofnun þess 1996. Hún sat í stjórn félagsins á annan áratug og var jafnan einn að burðarásum í Pæju- og Shellmótunum félagsins.

Henni hlotnaðist ýmsar viðurkenningar fyrir langt og gott starf sitt við íþróttahreyfinguna. Hún var sæmt silfurmerki  Íþróttabandalags Vestmannaeyja 2004, þá hlaut heiðursskjöld Íþróttabandalagsins 2010 fyrir mikla og gæfuríka þátttöku við íþróttahreyfinguna í Vestmannaeyjum. Félagar í Í.B.V. -íþróttafélagi kveðja með söknuði góðan félaga og þakka henni fyrir samfylgdina. Við sendum eiginmanni og börnum hennar og ættingjum okkar innilegustu samúðarkveðjur.

f.h. Í.B.V – íþróttafélags
Þór Í.Vilhjálmsson
formaður

Nýjustu fréttir

„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.