Á dögunum fór hópur Eyjamanna, 23 talsins til Grimsby til að minnast giftursamlegrar björgunar áhafnarinnar á Glað VE 11. apríl 1954. Áhafnarmeðlimir á Glað komust í gúmmíbjörgunarbát og voru 22 klukkustundir í bátnum en var að lokum bjargað af enska togaranum Hull City og fluttir aftur til Vestmannaeyja þar sem miklir fagnaðarfundir urðu á bryggjunni. Einn áhafnarmeðlimur af breska togaranum er enn á lífi, James Findlater en hér að neðan má sjá myndband sem unnið var af tilefni heimsókn Eyjamannanna til Grimsby.