�?kumaður, sem var á leið á gröfu niður bratta brekku á Skansvegi og niður á Strandgötu, missti stjórn á gröfunni með þeim afleiðingum að grafan keyrði harkalega utan í grasbrekku. Svo virðist að grafan hafi verið á mikilli ferð því hún snerist við höggið. Grafan er mjög illa farin eftir óhappið en ökumaðurinn var einn í gröfunni og að sögn sjónarvotta slapp hann ótrúlega vel miðað við hversu harkalega grafan skall í grasbrekkuna og komst hann af sjálfsdáðum út úr gröfunni. �?kumaðurinn var fluttur til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnunina í Vestmannaeyjum.