Mitt, þitt og okkar allra
19. apríl, 2020
Ragnar Óskarsson

Við erum að upplifa viðsjárverða tíma nú um þessar mundir, um það er engum blöðum að fletta. Við upplifum einhvers konar óvissu og jafnvel ugg um framtíðina. Hvað er fram undan?  Hvernig verður þetta þegar covidfaraldurinn er um garð genginn? Þessar spurningar og aðrar áþekkar leita sífellt á hugann þessa dagana.

Við þessar aðstæður fer ekki hjá því að maður fyllist aðdáun á því hve vel þjóðin virðist standa saman í baráttunni gegn covidveirunni og það hefur án efa  áhrif til góðs.

Það er einnig stórkostlegt að fylgjast með því hvernig ýmsir listamenn hafa stytt okkur stundir með því að dreifa list sinni til okkar og snert gleðistrengi í hjörtum okkar á erfiðum tímum. Fyrir það eiga þeir mikið þakklæti og hrós skilið. Þá hafa ýmsir úti í bæ, ef svo má segja, komið á óvart með alls kyns uppákomum sem dreift er til okkar um netið. Sumir syngja og spila, aðrir segja brandara, enn aðrir setja á svið margvíslega viðburði sem sannarlega heilla mann. Sem sé, vítt um land er fólk sem hefur ótvíræða hæfileika til að létta okkur lundina. Ég dáist að þessu fólki öllu.

En þá kem ég að allt öðru sem reyndar tengist þessu óbeint, eða kannski bara  þráðbeint þegar betur er að gætt.  Ég má til með að segja ykkur frá draumi sem mig dreymdi fyrir tveimur nóttum. Mig dreymdi sem sé að ég væri að hlusta á skemmtilega og frábæra heimagerða dagskrá frá fjölmörgum venjulegum Íslendingum af öllum landshornum. Flottur draumur og skemmtilegur með afbrigðum. Þá gerist það að þrír stórútgerðarmenn úr minni heimabyggð stíga á svið og kynna sitt númer. Þremenningarnir kynntu sig sem „Hin lítillátu“ og sögðust mundu flytja „Vísur Vatnsenda-Rósu.“ Ó, hve ég gladdist. Mér hefur alltaf þótt svo vænt um þessar vísur og í fyrsta erindinu finnst mér „Mitt er þitt og þitt er mitt“ vera svo tilkomumikið, þau orð minna mig alltaf á hve mikil hamingja og réttlæti hlýtur að felast í því að eiga eitthvað saman. Þetta á við um svo margt til dæmis náttúruna, auðlindir hafsins, svo sem makríl og margt, margt fleira.

Hin lítillátu sungu lagið reglulega vel, raddað og nánast gallalaust. Þau komu sannarlega á óvart og sýndu á sér nýja og óvænta hlið. Eitthvað truflaði mig þó við flutninginn og þegar ég gætti betur að kom jú í ljós að söngurinn var frábær en textinn hafði eitthvað brenglast. Í stað „Mitt er þitt og þitt er mitt“ var nú komið „Mitt er mitt og þitt er líka mitt“. Þegar þangað var komið í draumi mínum hrökk ég upp af svefni og draumurinn varð ekki lengri. Ég hef ekki getað losnað við þennan draum úr huga mér og ég leyfi mér að deila honum með ykkur. Verum góð hvert við annað!

 

Ragnar Óskarsson

 

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst