Eyjakonan og tónlistarmaðurinn Rósa Guðmundsdóttir hefur í nokkur ár búið í New York. Hún segist lítið hafa orðið vör við óveðrið og engar skemmdir urðu í hverfinu þar sem hún býr. Í öðrum hverfum, eins og t.d. á Manhattan segir hún ástandið skelfilegt. Miklar skemmdir við ströndina og fjöldi manns hafi látist.