Hann mun eiga umræðufund með Vegagerðinni í dag en að hans mati þarf nú að beina augum að jarðfræðilegri spurningu um tengsl mismunandi bergtegunda sem eru undir sjávarbotni, þ.e. basalts og lausara móbergs úr eldfjallaösku.
Að hans mati lýtur eitt stærsta álitamálið á þessum tímapunkti að því hvernig eigi að útbúa göngin en hann bendir á að samkvæmt Evrópustaðli verði göng að vera tvöföld vegna öryggissjónarmiða. �?En það verður að hafa í huga að gangaumferð í Evrópu er miklu meiri en hér um ræðir,�? segir hann. Gildi tvöfaldra jarðganga er fólgið í því að komi t.d. eldur upp í göngunum vegna umferðarslyss getur fólk flúið inn í samliggjandi göng í gegnum eldtraustar dyr sem eru settar upp með ákveðnu millibili. �?Áhættan á umferðarslysum helgast af umferðarþunga á hverjum stað og það er ljóst að áhættan yrði ekki mikil í göngum milli lands og Eyja eðli málsins samkvæmt. �?að væri út í hött að gera tvöföld göng til 4 þúsund manna byggðarlags. Við verðum því að komast að sameiginlegri niðurstöðu um hvernig skuli ganga frá traustum göngum út frá viðeigandi öryggissjónarmiðum. Eitt ráð væri að útbúa ákveðinn fjölda sérstakra skýla inni í göngunum sem fólk gæti flúið inn í og einangrað sig frá reykhættu,�? segir hann.
�?�?g er sannfærður um að göng til Eyja eru raunhæfur kostur þótt verkefnið sé stórt. �?að er langt í frá óalgengt að jarðgöng séu grafin í móberg og það yrði ekki vandi hér. Líklega myndi línan fara í gegnum nokkra kafla af móbergi en alls ekki liggja í stöðugu móbergi.�?
Morgunblaðið greindi frá.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst