Mögulega metfjöldi að mati lögreglu

Í gærkvöldi safnaðist mikill fjöldi Þjóðhátíðargesta saman í brekkusöngnum í einmuna blíðu. Lögregla telur jafnvel að aldrei hafi verið fleiri þar saman komnir en nú, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum.

Rólegt var fram eftir kvöldi og góður bragur yfir hátíðarsvæðinu. Er leið á nóttina voru tilkynntar þrjár minniháttar líkamsárásir og þrjú fíkniefnamál komu upp. Eitt kynferðisbrot var tilkynnt lögreglu og er það í rannsókn.

Í dag verða fjölmargir Þjóðhátíðargestir á heimleið og vill lögregla hvetja alla til þess að fara varlega og ökumenn til þess að setjast ekki undir stýri nema öruggt sé að viðkomandi sé alsgáður.

Nýjustu fréttir

Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Dýpi ekki nægjanlegt í Landeyjahöfn — Herjólfur fer til Þorlákshafnar
Sigurmark ÍBV kom í blálokin gegn Fram
Andlát: Þórunn Pálsdóttir
Mílan Jezdimirovic skrifar undir samning við ÍBV
Aukum loðnuveiðar
Eyjagöng gera samninga um jarðfræðirannsóknir
Kristmundur Axel meðal listamanna á Hljómey
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.