Klukkan 10:10, sunnudaginn 10. október opnaði Múrbúðin í Vestmannaeyjum. Múrbúðin er staðsett á Flötum 29, þar sem Geisli var áður til húsa en sömu eigendur eru að Geisla og Múrbúðinni. Fjölmenni var við opnunina en verslunin er öll hin glæsilegasta. Aðalsteinn Jónsson er verslunarstjóri Múrbúðarinnar en hann starfaði áður í verslun Geisla.