Úganski varnarmaðurinn sterki Andrew Mwesigwa hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann af aganefnd KSÍ. Mwesigwa fékk sitt annað rauða spjald í sumar gegn Fjölni og fær því sjálfkrafa tveggja leikja bann samkvæmt reglum KSÍ. Þá tekur Yngvi Magnús Borgþórsson einnig út leikbann í næsta leik gegn Grindavík.