Laugardaginn 17. júní nk. á lýðveldisdeginum, mun Gunnar Júlíusson brydda upp á þeirri skemmtilegu nýbreytni að efna til myndahappdrættis í tengslum við sýninguna Júllarinn og Skuldarinn í Einarsstofu.
Frá kl. 10 til kl. 16 þann dag geta gestir á sýningunni sett nafn sitt og símanúmer í þar til gerðan kassa og kl. 16:00 stundvíslega verður eitt nafnið dregið úr kassanum. Sá heppni verður teiknaður upp á staðnum af Gunnari og fær myndina afhenta.
Sýningin er opin alla daga frá kl. 10.00 til klukkan 17.00 og stendur fram undir Goslok.
Fréttatilkynning.