Myndband af Fernanda
�?að fór betur en áhorfðist þegar neyðarkall barst frá flutnignaskipinu Fernanda sem var statt um 18 sjómílur suður af Heimaey. Eldur var um borð sem skipverjar réðu ekkert við og var skipstjóri Fernanda búinn að taka ákvörðun um að yfirgefa skipið. Allt tiltækt björgunarlið var kallað út, tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar, varðskipið �?ór, björgunarbáturinn �?ór og hafnsögubáturinn Lóðsinn. �?yrlurnar og björgunarbáturinn komu nánast á sama tíma að skipinu og var ákveðið að hífa áhöfnina, 11 menn um borð í þyrlu og flytja þá til Reykjavíkur. �?egar Lóðsinn bar að, var skipið því mannlaust en talsverður eldur logaði aftast í skipinu og neðan þilja. Lóðsinn er búinn öflugri sjódælu sem gat dælt sjó yfir skipið, þar sem eldurinn logaði en �?skar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta var um borð í Lóðsinn og sagði hann að aðgerðir áhafnarinnar hefðu borið þann árangur að eldhafið hafi minnkað talsvert.
Skipið rekur nú stjórnlaust í vesturátt en eldurinn átti upptök sín í vélarrúmi Fernanda. Lóðsinn var enn við skipið og verður þar væntanlega þar til varðskipið �?ór kemst á staðinn. Um borð í varðskipinu eru fimm slökkviliðsmenn frá Reykjavík og er varðskipið búið fullkomnum búnaði til slökkvistarfa á sjó. Reyna á að koma dráttartaug í skipið og draga það að landi. Aðstæður voru mjög erfiðar, mikið hvassviðri og sjólag slæmt.
Með fréttinni fylgja myndir �?skars og myndband sem hann tók af skipinu og slökkvistarfi hafnsögubátsins. �?skar var svo lánssamur að þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF færði skipverjum á Lóðsin smávegis mat. �?skar húkkaði sér því far, var dreginn upp í þyrluna sem flutti hann til Eyja.
Tengdar fréttir:

Nýjustu fréttir

Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.