�?�?tvegsbændur í Vestmannaeyjum hafa nú heitið 20 milljónum króna til þessara lokarannsókna og sýnir sá stuðningur stórhug Eyjamanna og mikilvægi þess að þegar ákvörðun verður tekin um framtíðarsamgöngur milli lands og Eyja, liggi raunhæft kostnaðarmat fyrir vegna allra þeirra þriggja kosta sem hingað til hafa verið ræddir.
Bæjarstjórn skorar því á þingmenn Suðurlands, ríkisstjórn Íslands og Alþingi að mæta rausnarlegu framlagi heimamanna til þessa mikla hagsmunamáls svo ljúka megi þessum rannsóknum enda dylst það engum að jarðgöng eru besti kosturinn séu þau tæknilega og fjárhagslega möguleg,�? segir í ályktuninni sem allir sjö bæjarfulltrúar skrifa undir.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst