Náttúrulega bara Eyjapeyi
1. apríl, 2017
Páll Magnússon er fyrrverandi fjölmiðlamaður og útvarpsstjóri. Páll eða Palli Magg eins og hann er kallaður er uppalinn í Eyjum en segist því miður hafa fæðst í Reykjavík. Faðir Páls var Magnús H. Magnússon bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og síðar þingmaður og ráðherra Alþýðuflokksins. �?að kom því mörgum í opna skjöldu þegar Páll bauð sig fram til Alþingis fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Páll náði góðum árangri og er nú fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis.
Eins og maður hafi
aldrei farið
Hver er Páll Magnússon? ,,Ja, stutta svarið er náttúrulega bara Eyjapeyi. �?g hef lengi verið þeirrar skoðunar að heimili manns sé þar sem hjartað er en ekki þar sem hatturinn er eins og segir í dægurlaginu. �?g hef alltaf sótt mikið til Eyja. Kom heim að vinna öll sumrin eftir að ég fór í nám í Reykjavík og þar til ég fór í þriggja ára útlegð til Svíðþjóðar. �?ar lærði ég stjórnmálasögu og stjórnmálafræði. Árin sem ég var í Svíþjóð kom ég ekkert heim, hafði ekki efni á því, en vann bara þar úti á sumrin.�??
,,�?skuslóðirnar heima í Eyjum og uppeldið mótuðu mig,�?? segir Páll og bætir við að hann komi nú æ oftar til Eyja og stoppi þar lengur. ,,�?að er sérkennileg og skemmtileg upplifun að finnast eins og maður hafi aldrei farið neitt, maður tekur bara þráðinn upp aftur. Í Eyjum eru ræturnar,�?? segir Páll með dreymandi augu.
Áður en Páll flutti til Svíþjóðar 1975 eignaðist hann dótturina Eir með fyrri konu sinni og síðar eignuðust þau aðra dóttur, Hlín. Með núverandi eiginkonu sinni, Hildi Hilmarsdóttur, á Páll dótturina Eddu Sif og soninn Pál Magnús. Barnabörnin eru fimm talsins. Að loknu námi í Svíþjóð kenndi Páll einn vetur í �?inghólsskóla í Kópavog og annan í Fjölbraut í Breiðholti og réði sig svo sem blaðamann á Vísi.
Lét bara vaða og bauð sig fram
,,�?g hef verið alla mína hundstíð í fjölmiðlum fyrir utan tvö ár eða svo þegar ég vann hjá Íslenskri erfðagreiningu sem framkvæmdastjóri upplýsinga- og samskiptasviðs. �?tlaði þá að kveðja fjölmiðlabransann sem ég hafði starfað í frá því er skóla lauk, en hann togaði í mig aftur. �?að er mín reynsla og margra annarra að eftir langvarandi hark í fjölmiðlum þá virka önnur störf fremur daufleg og tilbreytingalítil. �?g sogaðist inn í þetta aftur og hef verið í fjölmiðlatengdum störfum þar til ég sneri við blaðinu núna,�?? segir Páll.
Páll var hvattur til þess að bjóða sig fram til Alþingis og hlutirnir gerðust hratt í framhaldinu. ,,�?g held því fram að allar mikilvægustu ákvarðanirnar í lífinu taki maður eftir tilfinningu en ekki eftir útpældri rökhyggju eða útreikningum. �?g var með í höndunum mjög álitlegt tilboð um spennandi og skemmtilegt fjölmiðlastarf, en ákvað að ögra sjálfum mér einu sinni enn. Klukkutíma áður en framboðsfrestur í prófkjörinu rann út ákvað ég að láta vaða og bauð mig fram.�??
Samfylkingin langt frá Alþýðuflokki föður míns
Hvers vegna bauð Páll sig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn alinn upp á krataheimili? ,,�?að eru eiginlega tvö svör við þessu. Í fyrsta lagi hefur Sjálfstæðisflokkurinn um áratuga skeið staðið næst mínum stjórnmálaskoðunum. �?g hef að vísu alltaf verið í þannig störfum að ég hef þurft að halda mínum stjórnmálaskoðunum nánast leyndum, eða bara fyrir sjálfan mig og mína nánustu. Og hafi það komið einhverjum á óvart að ég bauð mig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn bendir það til að mér hafi bara tekist það bærilega!�??
Páll heldur áfram: ,,Í öðru lagi gerðu sumir ráð fyrir því að ég hefði sömu stjórnmálaskoðun og pabbi minn. �?g hef ég haldið því fram, mörgum Samfylkingarmönnum til óyndis nokkurs, að ef karl faðir minn hefði verið að velja sér flokk í dag þá hefði hann ekki valið flokk á borð við þann sem Samfylkingin er núna. �?að er nefnilega skoðun mín að Alþýðuflokkurinn sem faðir minn tilheyrði sé býsna langt frá þeirri Samfylkingu sem nú segist vera flokkur íslenskra jafnaðarmanna. �?að á auðvitað ekki að gera látnu fólki upp skoðanir en ég tel líklegt að faðir minn hefði arkað sömu leið og ég við núverandi aðstæður í íslenskri flokkapólitík.�??
Skotlistinn á teikniborðinu
�?ingmenn Suðurkjördæmis reyndu í tvígang að heimsækja Eyjar í síðustu kjördæmaviku en það tókst ekki vegna samgangna. Páll sem fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis segist hafa lagt mikla áherslu á að fara til Eyja þrátt fyrir að kjördæmaviku væri lokið. ,,Full sátt var meðal þingmanna Suðurkjördæmis um að fara til Eyja sem við og gerðum 10 dögum seinna. �?g legg á það áherslu að við, þessir 10 þingmenn Suðurkjördæmis, tökum þau mál sem þverpólitísk samstaða ríkir um og vinnum þau saman. Hvert í sínum þingflokki og hvert í sinni þingnefnd. Við eigum að geta unnið sameiginlega að mörgum úrlausnarefnum fyrir kjördæmið og þannig sett meiri þyngd á bak við þau en ef við værum að potast hvert í sínu horni�??.
Páll segir að næst á döfinni sé að kalla saman þingmenn Suðurkjördæmis. ,,�?ar förum við yfir niðurstöðurnar úr þessum heimsóknum okkar og samræðum við heimamenn og búum okkur til skotlista yfir helstu úrlausnarefni á þeim grundvelli. Síðan reynum við sameiginlega að þoka þessum málum til viðunandi niðurstöðu á kjörtímabilinu.�?? Spurður hvort þetta sé ný nálgun, svarar Páll. ,,�?g hef ekki samanburð en eftir því sem ég best veit var þetta ekki unnið svona á síðasta kjörtímabili.�??
Skóla- og löggæslumál í lagi, heilbrigðisþjónusta og samgöngur ekki
,,Í Eyjum eru fyrst og fremst fjórir snertipunktar á milli bæjarins og ríkisins. Skólamál sem snúa að framhaldsskólastiginu, löggæslumál, samgöngumál og heilbrigðisþjónusta. �?g held að í öllum meginatriðum séu löggæslu- og skólamál í lagi.�?? Áfram heldur Páll alvarlegur: ,,Heilbrigðisþjónustan er hins vegar fjarri því að vera í lagi. Hún hefur snarversnað á síðustu árum og sameiningin í Heilbrigðisstofnun Suðurlands 2014 hefur ekkert hjálpað í þeim efnum; raunar síður en svo.�??
,,Við þekkjum öll umræðuna um fæðingarþjónustuna. �?að liggur fyrir það álit sérfræðinga að með tilliti til allra aðstæðna og öryggissjónarmiða beri að halda hér úti fæðingarþjónustu á svokölluðu ,,C1’�?? stigi samkvæmt flokkun Landlæknis og haga mönnun skurðstofu samkvæmt því. �?etta er ekki gert og því miður virðist vera takmarkaður vilji hjá yfirstjórn-endum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands til að ráða bót á þessu. �?etta mál verður þá að takast upp á hinum pólitíska vettvangi því það er auðvitað óboðlegt að bæjarfélag á borð við Vestmannaeyjar skuli búa við miklu lakari heilbrigðisþjónustu en raunin var bara fyrir nokkrum árum – og það öryggisleysi sem því fylgir.�??
�?rbætur þangað til nýja ferjan kemur
,,Nú hafa menn ýmsar skoðanir á Landeyjahöfn og hvort bíða hefði átt með smíði ferjunnar þar til búið væri að leysa vandamálin með höfnina og þar fram eftir götunum. En við verðum alltaf að reyna að spila sem best úr þeirri stöðu sem við erum í á hverjum tíma – og hér erum við; nýja ferjan kemur á næsta ári, sem betur fer tókst að tryggja það í gildandi fjárlögum, og við sjáum svo hvernig hún spilar með höfninni,�?? segir Páll og bætir við: ,,�?að verður hins vegar að halda áfram að bæta höfnina til þess að upphafleg markmið um samgöngubætur standist. �??
,,�?að eru hins vegar nokkrir hlutir í samgöngumálum sem þola enga bið og þarfnast lagfæringar strax. �?að verður að auka ferðatíðnina – sérstaklega yfir sumartímann og þegar Landaeyjahöfn er opin. �?að er ekki hægt að láta skipið liggja lungann úr deginum við bryggju þegar fullt af fólki er að bíða eftir ferðum. �?að þarf að auka ferðatíðnina strax í sumar og þoka málum í þá átt að jafna fargjöld. Eins og þetta er núna þá margfaldast kostnaður þeirra sem þurfa að koma og fara frá Eyjum við það að Landeyjahöfn verði ófær og siglt er í �?orlákshöfn.�??
Páll heldur áfram með þunga í röddinni: ,,�?að kostar langleiðina í 30 þúsund kall fyrir fólk að fara með tvö börn og bíl, það er algjörlega fáránlegt. �?að er hægt að fljúga til London fyrir sama pening. �?að er verið að refsa fólki tvöfalt þegar ekki er hægt að sigla í Landeyjahöfn, gera ferðalagið erfiðara og margfalt dýrara.�??
�?ryggi Eyjamanna minnst á landinu
Páll er hugsi smá stund en segir svo ,,�?egar þú leggur saman þessa samgöngulegu og veðurfarslegu þætti við stöðuna á spítalanum í Vestmanneyjum – og staðsetningu sjúkraflugvélar á Akureyri – þá er ég alveg klár á því að þegar upp koma slys og bráðaveikindi er öryggi íbúa minnst í Vestmannaeyjum á öllu landinu. �?að verður að bæta úr þessu,�?? segir fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis alvarlegur í bragði.
Samfélagssátt um afgjald af auðlindum
Hvaða skoðun hefur fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis á auðlindagjaldi í sjávarútvegi? ,,Um sjávarútveginn vil ég segja að núgildandi aflamarkskerfi er í öllum aðalatriðum mjög gott. �?að tryggir sjálfbæra nýtingu á auðlindinni og hámarkar arðsemina af henni fyrir þjóðina í heild. Við þurfum hins vegar að ná sem mestri samfélagslegri sátt um það hvernig afgjaldi fyrir afnot af auðlindinni skuli háttað. Núverandi veiðileyfagjald er ekki heilagt í mínum huga; við verðum bara að gæta þess að gjaldtakan minnki ekki heildararðsemina í greininni. Við erum að mörgu leyti með besta og arðsamasta sjávarútveg í heimi og þurfum að tryggja að svo verði áfram.�??
�?rjótandi möguleikar, að því gefnu að samgöngur séu í lagi
Nú er Páll komin á flug. ,,Af því að við erum að tala um Eyjar í samhengi við gjaldeyrisöflun þá held ég fáir staðir á Íslandi séu betur settir í því samhengi. Við erum sennilega sterkasta sjávarútvegspláss á landinu, miðað við margumtalaða höfðatölu, og við erum með sum af glæsilegustu fyrirtækjum landsins í þeim geira staðsett í Vestmannaeyjum. Og möguleikar okkar í ferðaþjónustu eru nánast óþrjótandi að því gefnu að samgöngur séu í lagi�?�.
Áfram heldur Páll og er heitt í hamsi: ,,Stór hluti af þeim tveimur milljónum ferðamanna sem koma til landsins árlega aka framhjá afleggjaranum niður í Landeyjahöfn. Stóran hluta af árinu er enginn valkostur fyrir ferðamenn að taka hægri beygjuna niður í Herjólf og búa sér til dagsferð eða lengri til Eyja. �?orlákshöfn er ekki valkostur í þessu samhengi. �?egar Landeyjahöfn er opin þarf að auka tíðni ferða. Skipið þarf að ganga stöðugt fram og til baka eins og ferjur gera víðast hvar. �?ær standa ekki bundnar við bryggju lungann úr deginum eins og gerist meira að segja yfir hábjargræðistímann á sumrin flesta daga í Eyjum.�??
,,Með þeim samgöngubótum sem fyrirhugaðar eru verður hægt að margfalda umfangið við móttöku ferðamanna. �?egar við horfum fram á veginn þá felast vaxtarmöguleikar Vestmannaeyja í móttöku ferðamanna annars vegar og vaxandi þróunarstarfi og nýsköpun í sjávarútvegi hins vegar. �?etta tvennt kemur til með að bera Vestmannaeyjar uppi tekjulega og atvinnulega næstu áratugina, að því gefnu að samgöngur verði í lagi,�?? segir Páll Magnússon.
Langt frá hugmynd að framkvæmd
Páll var kosinn á þing í lok október á síðasta ári. �?að tók nokkurn tíma að ná saman ríkisstjórn og því hefur Páll í rauninni ekki setið við eiginleg þingstörf nema í þrjá mánuði eða svo. ,,�?ingstörfin leggjast að flestu leyti vel í mig. �?að er skemmtileg ögrun svona seint á starfsævinni að fara úr einhverju sem maður er búinn að gera alla starfsævina og vinda sér yfir í allt annað. �?að má kannski segja að ég hafi að sumu leyti verið óbeinn þátttakandi í íslenskri póltík sem fjölmiðlajaxl. En þetta er spennandi og öðruvísi en ég hef átt að venjast�??.
,,Lengst af hef ég verið í stjórnunarhlutverki í fjölmiðlaheiminum þar sem ofboðslega stuttur tími líður frá hugmynd að ákvörðun. �?að er öðruvísi í pólitíkinni, þar er langt á milli hugmyndar og þess að eitthvað verði úr henni. Og það er ástæða fyrir því. Lýðræðislegur ákvörðunarferill tekur langan tíma. Hugsunin er auðvitað sú að þannig sé vandað til verka. Menn geta svo haft alls konar skoðanir á því hvort sú sé raunin! �?g er í lærdómsferli og er að stilla mig inn á þessi vinnubrögð,�?? segir nýi þingmaðurinn.
,,�?etta er allt talsverð opinberun fyrir mann eins og mig sem hélt að ég þekkti þetta. Búinn að vera meðal annars þingfréttamaður, þótt það hafi verið fyrir tæplega 100 árum, þá taldi ég mig hafa talsverða nasasjón af því hvernig þetta færi allt saman fram�?? segir Páll og hlær. ,,�?að er margt eins og ég hafði séð en annað kom mér talsvert á óvart. Til dæmis hversu umfangsmikið starfið er í nefndunum. �?g var gerður að formanni í atvinnuveganefnd og sit auk þess í fjárlaganefnd og má hafa mig allan við!�??
Engin fýla né seyra
Páll var ósáttur við ráðherraskipan Bjarna Benediktsonar. Er gróið um heilt milli hans og formannsins? ,,Já, já, þetta er fullrætt milli mín og formannsins og það situr ekki í mér nein fýla eða seyra, enda snerist þetta ekki um mína persónu. �?g tók upp þykkjuna fyrir Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi sem er höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins. �?að lýðræðislega umboð sem skapaðist fyrst með óvenju afgerandi niðurstöðu úr prófkjöri og síðan með úrslitunum í kosningunum sjálfum, þar sem flokkurinn jók verulega fylgi sitt og bætti við sig fjórða kjördæmakjörna þingmanninum, var með þeim hætti að oddviti flokksins í kjördæminu átti að sitja í ríkistjórn.Formaðurinn hefur síðan útskýrt sín sjónarmið sem ég tel mun léttvægari en mín. Við það situr og áfram veginn!�??
Duglegasti maðurinn í Eyjum
Sem þingmaður þarf Páll Magnússon að þekkja sitt heimafólk, hann stóðst prófið þegar blaðamaður spurði hann hver væri duglegasti maðurinn í Vestmannaeyjum; spurning sem hann hafði verið beðinn sérstaklega fyrir. Eftir góða hláturroku svarar Páll,, Hverjum gæti dottið í hug svona spurning? �?að eru margir duglegir í Eyjum en ef ég á að velja einn þá er það hann Hanni harði,�?? segir Páll og hlær dátt þegar blaðamaður upplýsir hann um að spurningin væri einmitt frá Hanna harða sjálfum eins og hann kýs að kalla sig, kominn.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.