Mikið hefur verið rætt og ritað um aðgengið að Löngunni eftir að gömul hugmynd um að bora göng í gegnum neðri Kleifar í Heimakletti kom aftur upp á yfirborðið. Sumir sjá þessum göngum allt til foráttu og fullyrða að náttúruperla og fuglalíf verði eyðilagt með auðveldara aðgengi en öðrum finnst þetta bara skemmtilegt og þess virði að skoða vel. Sjá þarna tækifæri til útivistar og náttúruskoðunar og til að koma upp aðstöðu fyrir sjósund með stólum, bekkjum og borðum. Jafnvel mætti kanna möguleika á lítilli ylströnd þar sem borhola með heitum sjó er þarna nærri og svo er höfnin okkar orðin svo hrein að unun verði að synda í á komandi sólardögum og nánast eins og á Mallorca. �?g veit ekki hvað svona framkvæmd, þ.e. að opna aðgengið betur í Lönguna, muni kosta. Ef til vill kosta göng einhverja tugi milljóna, göngubrú einhverjar milljónir og svo er það spurning hvort ekki sé ódýrast og best að sturta nokkrum
bílhlössum af stórgrýti og möl í þann stutta kafla sem vantar upp á að það sé opið í Lönguna frá uppfyllingunni austan Gjábakkabryggju,þetta eru einhverjir 20-30 metrar sem vantar að fylla upp. Annars er þetta aðgengi ágætt á fjöru, fólk verður bara að vera vel skóað í ferðina því það getur verið hált í þaranum sem þekur klappirnar á þessari leið og passa sig að
vera komið til baka áður en flæðir. Áður en lengra er haldið vil ég upplýsa að ég er á móti boðum og bönnum um aðgengi að náttúruperlum okkar Eyjamanna, það eiga allir að geta farið um náttúruna. �?að er samt spurning um takmörkun á aðgenginu vegna ýmissa atvika sem upp geta komið og þá verða yfirvöld að takmarka aðgengi þegar þess þarf með.
Heimaklettur endalaust augnakonfekt.
Í nokkur ár hef ég haft það sem áhugamál að ganga um náttúru Heimaeyjar og er þar Heimaklettur fremstur í flokki. Hann er endalaust augnakonfekt hvert sem litið er, jafnt sem á góðviðrisdögum og eða þegar hann blæs á austan með smá vætu. En vegna umræðu um opnun Löngunar og að gera hana að útivistarparadís þá vil ég fá að benda á eftirfarandi og bið um að það verði skoðað áður. Við sem göngum á Klettinn reglulega höfum tekið eftir því undanfarin ár að með nokkuð reglulegu millibili springur brekkan í Sniðunum og sígur niður um
nokkra sentimetra í hvert sinn en jafnar sig svo aftur. Til útskýringa þá eru Sniðin beint upp af Löngunni, á milli bergsins undir Hettu og �?uríðarnefs.
Djúpar sprungur
Sprungurnar sem hafa myndast þarna eru sumar það djúpar, þar sem dýpst er á því, að venjulegur göngustafur hefur ekki botnað þær. Í haust gerðist það að brekkan í Sniðunum seig um 27 sentimetra þar sem mest var á kafla. Undirritaður skrefaði lengd sprungunnar sem myndaðist þá og reyndist hún á 4. tug skrefa frá vestri til austurs en eitthvað styttra niður á brún.
Við sem höfum fylgst með þessu erum viss um að þessi hluti brekkunnar á eftir að fara niður, það er bara spurning hvort það gerist á morgun, í næstu viku, næsta mánuði, næsta ári eða árum það vitum við ekki en sagan og staðreyndirnar segja að það muni gerast. Við sem höfum stundað úteyjarlífið höfum orðið vitni að því hvernig brattar brekkur í úteyjunum endurnýja sig með reglulegu millibili með því að skríða fram. Við Bjarnareyingar höfum séð það bæði í nyrðri og syðri Hafnarbrekkunni, Elliðaeyingar muna eftir svipuðu og allir muna eftir því þegar Álseyingar misstu húsið sitt þegar brekkan fyrir ofan og norðan húsið skreið fram. Ef Langan verður opnuð sem útivistarparadís þá finnst mér mikilvægt áður en það verður að veruleika að gert verði hættumat á hruni úr Klettinum fyrir ofan Lönguna.
�?tivistarmaðurinn Svavar
Svavar Steingrímsson hefur alltaf verið mikill útivistarmaður, stundað úteyjalífið af krafti í gegnum árin, gengur reglulega um Heimaey og á Klettinn og eitt af hans mörgu áhugamálum er að telja fugla en þá iðju hefur hann stundað í 50 ár. Hann sagði mér að fyrir fimm árum hefði hann talið tæplega 50 æðarkolluhreiður á eða við hafnargarðinn í Löngunni en ekkert farið um Lönguna sjálfa til að telja. Sl. sumar var maður í því að hirða æðardún af hreiðrum í Löngunni og sagði hann mér að þá hefðu þau verið 27 talsins í allri Löngunni. Er þetta mikil fækkun á ekki lengri tíma frá því að Svavar taldi þarna og þá bara á hafnargarðinum. Getur þetta stafað vegna betra aðgengis fólks að Löngunni og meiri umferð í Lönguna eftir að
sandurinn hlóðst þar upp austan við Gjabakkabryggjuna og er göngufær á fjöru? Getur verið að aukin umferð fólks á varpstöðum æðarkollunnar hafi það mikil truflandi áhrif á hana að hún fælist í burt? Er þetta ekki eitt af því sem þyrfti líka að skoða áður og ef Langan verður gerð að útivistarparadís og athuga þá í leiðinni hvort ekki væri hægt að setja takmarkanir á ferðir fólks í Lönguna á varptíma fugla?
Olía í höfninni
Á þessum árum sem við Svavar höfum gengið saman á Klettinn, þá höfum við tekið eftir því hvað það eru oft olíuflekkir á sjónum í höfninni og höfum við oft rætt það okkar á milli hvað því veldur og hvers vegna ekki sé tekið á þessu hjá Vestmannaeyjabæ, (sjá mynd). Ef ég hefði tekið mynd af hverjum einasta olíuflekk sem við höfum séð á höfninni þessi ár sem ég hef
gengið á Heimaklett þá er ég viss um að ég ætti næstum fullt 100 myndaalbúm af alls konar myndum af misstórum olíuflekkum á höfninni. �?g ræddi þessi olíumál við embættismann hjá Vestmannaeyjahöfn sem sagði mér að það væri alveg ótrúlegt hvað vélstjórnarmenn á skipum og bátum væru kærulausir með þetta og hikuðu ekki við að dæla afgangsolíu í höfnina okkar og menga hana, frekar en að fá bíl frá olíufélögunum til að taka hana. Sagði hann að Vestmannaeyjabær væri allt of linur við að setja vélstjórnarmönnum skorður og sekta þá ef þeir væru staðnir af því að menga höfnina með því að dæla olíu og grút í hana. �?etta er eitthvað sem þarf að laga strax.
Af öllu framasögðu þá væri ráð að staldra við og gera þær úttektir sem þurfa þykir áður en Langan verður gerð að útivistarparadís fyrir okkur Eyjafólkið. �?etta er ekki ný hugmynd. Á árum áður höfðu menn hugmyndir um að selja sólskinið og hreinan sjó undir Heimakletti s.b. þriðja og síðasta versið í ljóðinu um Gamla Jón í Gvendarhúsi, þar sem segir eftirfarandi:
Ekki vex þeim allt í augum
ungmennunum hér.
�?au ætla að reisa sundskála
sem Heimaklettur er,
og leigja þar út sólskinið
og selja hreinan sjó,
og sextíu aura pottinn
hélt hann Steinn að væri nóg.