Náttúruperlur eru gríðarlegt verðmæti
22. febrúar, 2024
skemmmtif_ysti_klettur_herj
Ferðamálasamtökin mótmæla fyrirhugaðri staðsetningu stórskipahafnar í Brimnesfjöru og viðlegukants við Löngu. Eyjar.net/TMS

Ferðamálasamtökin mótmæla fyrirhugaðri staðsetningu stórskipahafnar í Brimnesfjöru og viðlegukants við Löngu.

Raskanir á þessu svæði fordæma Ferðamálasamtökin þar sem fyrirhugaðar eru óafturkræfar aðgerðir sem munu skyggja á stærstu og merkustu kennileiti Vestmannaeyja, innsiglinguna og Heimaklett! Í kjölfar slíkra framkvæmda telja samtökin það eingöngu tímaspursmál hvenær byggð yrðu upp stór mannvirki á þessum svæðum sem myndu skaða enn frekar þessa mögnuðu náttúru.

Ferðamálasamtökin gera sér grein fyrir því að þörf er á betri aðstöðu en hvetja alla sem hlut eiga að máli að kanna aðrar staðsetningar betur, svo sem Eiðið eða Viðlagafjöru. Á svæðum sem nú þegar hefur átt sér stað mikil uppbygging mannvirkja og með því standa vörð um glæsilegustu innsiglingu landsins, fagurfræðilega séð!

Ekkert samtal átti sér stað í aðdraganda þessa máls við Ferðaþjónustuna í Vestmannaeyjum, ört vaxandi iðnað sem nefndur er í skýrslu Eflu, sem annar af burðarliðum atvinnulífs í Vestmannaeyjum. Í dag eru 31 fyrirtæki í Ferðamálasamtökum Vestmannaeyja.

Ferðaþjónustan er nýr iðnaður sem þarfnast framtíðarsýnar. Í íslenskri ferðaþjónustu eru náttúruperlur gríðarleg verðmæti. Það er mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir því! Og leggja mat á það hverju er fórnað í tillögu eins og þeirri sem fyrir liggur.

Tökum samtalið, reynum að leysa málið í sátt og samlyndi. Þannig farnast okkur best, segir í tilkynningu frá Ferðamálasamtökum Vestmannaeyja.

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst