Naumt tap í toppslagnum
14. apríl, 2014
Keppni í Olísdeild karla lauk í kvöld með heilli umferð. Eyjamenn sóttu Hauka heim í Hafnarfjörðinn í leik sem skipti engu máli, þar sem Haukar höfðu þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn og ÍBV var öruggt með annað sætið. �?rátt fyrir það var góð barátta í Eyjaliðinu, sem lék án tveggja lykilmanna í leiknum, þeirra Magnúsar Stefánssonar og Andra Heimis Friðrikssonar. Eyjamenn sýndu deildarmeisturunum enga linkind og staðan eftir 24 mínútna leik var 9:10 ÍBV í vil. Haukar breyttu stöðunni hins vegar í 13:10 en ÍBV skoraði síðasta mark hálfleiksins og staðan 13:11 í leikhléi. Haukar náðu svo fjögurra marka forystu í seinni hálfleik, 19:15 en Eyjamenn neituðu að gefast upp og jöfnuðu metin 21:21 þegar aðeins tvær mínútur voru eftir. Haukar reyndust hins vegar sterkari á lokakaflanum og unnu 23:22. Ungu leikmennirnir í leikmannahópi ÍBV fengu að spreyta sig í leiknum.
Nú liggur ljóst fyrir hvaða lið mætast í undanúrslitum Íslandsmótsins. Eins og við var að búast, mætir ÍBV Val í undanúrslitunum og í hinni viðureigninni mætast Hafnarfjarðarliðin tvö, Haukar og FH. Undanúrslitin hefjast þriðjudaginn 22. apríl en ÍBV er með heimaleikjarétt og fer því fyrsti leikurinn fram í Eyjum. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslitin.
Mörk ÍBV: Theodór Sigurbjörnsson 7/2, Sindri Haraldsson 3, Róbert Aron Hostert 3, Svavar Grétarsson 3, Agnar Smári Jónsson 2, Guðni Ingvarsson 2, Dagur Arnarsson 1, Bergvin Haraldsson 1.
Varin skot: Henrik Eidsvaag 14/1.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst