ÍR-ingar fögnuðu þriggja marka sigri í Eyjum í dag. Fyrir leikinn sátu liðin í 3. og 4. sæti 1. deildar og stigin tvö sem voru í boði, voru báðum liðum afar mikilvæg. Eyjamenn fóru mjög illa af stað í leiknum, ÍR-ingar komust í 1:5 og má segja að þessi slæma byrjun hafi komið Eyjamönnum um koll. Leikmenn ÍBV náðu þó að jafna metin þegar skammt var til leiksloka en komust ekki lengra en það og ÍR-ingar skoruðu fjögur mörk gegn einu mark ÍBV á lokakaflanum.