Maður var nefbrotinn þegar ráðist var á hann fyrir utan skemmtistaðinn 800 bar á Selfossi aðfaranótt sunnudags.
Árásarmaðurinn var mjög ölvaður og æstur. Hann var handtekinn og færður í fangageymslu. Hann var yfirheyrður þegar runnið var af honum en hann bar þá við minnisleysi og kannaðist ekkert við málið.
Málið er í rannsókn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst