Nemendur heimsækja Hraunbúðir

Undanfarin ár hafa nemendur í Kirkjugerði farið aðra hvora viku í heimsókn á Hraunbúðir þar sem þau hafa spjallað, leikið og sungið með heimilisfólki sem og fólkinu sem kemur í dagdvölina.

Í gær fór hópur nemenda og tók við veglegri gjöf frá dagdvölinni, en fólkið þar hefur saumað poka með útsaumi á og fyllt þá af heimaprjónuðum vettlingum.

“Hún Ragnheiður afhenti okkur einn poka fyrir hverja deild, flokkað eftir stærð. Við þökkum Hraunbúðum kærlega fyrir rausnarlega gjöf sem mun nýtast vel í vetur,” segir í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar þar sem má einnig finna meðfylgjandi myndir.

Nýjustu fréttir

Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Dýpi ekki nægjanlegt í Landeyjahöfn — Herjólfur fer til Þorlákshafnar
Sigurmark ÍBV kom í blálokin gegn Fram
Andlát: Þórunn Pálsdóttir
Mílan Jezdimirovic skrifar undir samning við ÍBV
Aukum loðnuveiðar
Eyjagöng gera samninga um jarðfræðirannsóknir
Kristmundur Axel meðal listamanna á Hljómey
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.