Undanfarin ár hafa nemendur í Kirkjugerði farið aðra hvora viku í heimsókn á Hraunbúðir þar sem þau hafa spjallað, leikið og sungið með heimilisfólki sem og fólkinu sem kemur í dagdvölina.
Í gær fór hópur nemenda og tók við veglegri gjöf frá dagdvölinni, en fólkið þar hefur saumað poka með útsaumi á og fyllt þá af heimaprjónuðum vettlingum.
“Hún Ragnheiður afhenti okkur einn poka fyrir hverja deild, flokkað eftir stærð. Við þökkum Hraunbúðum kærlega fyrir rausnarlega gjöf sem mun nýtast vel í vetur,” segir í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar þar sem má einnig finna meðfylgjandi myndir.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst