Nemendur í Suðurkjördæmi verma botninn
1. júní, 2007

Samkvæmt skýrslunni er meðaleinkunn í íslensku 6,6 í Suðvesturkjördæmi, 6,5 í Reykjavík, 6,4 í Norðausturkjördæmi, 6,2 í Norðvesturkjördæmi og 5,9 í Suðurkjördæmi. Meðaleinkunn yfir landið allt var 6,4.

Í Stærðfræði var meðaleinkunn yfir landið allt 6. Í Suðvesturkjördæmi var meðaltalið 6,6, í Reykjavík 6,2, í Norðausturkjördæmi 5,9, í Norðvesturkjördæmi 5,6 og í Suðurkjördæmi 5,2.

Í ensku var landsmeðaltal 7,1. Meðaltalið í Suðvesturkjördæmi var 7,3, í Reykjavík 7,2, í Norðausturkjördæmi og 6,6 í Norðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi.

Prófað var í dönsku, náttúrufræði og samfélagsfræði en Námsmatsstofnun segir að vegna þess hve hlutfall nemenda, sem þreytir próf í þessum greinum sé ólíkt eftir skólum og landshlutum sé samanburður milli landshluta með öllu marklaus.

mbl.is greindi frá.

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst