Á nýliðinni vertíð voru einungis tveir netabátar gerðir út frá Vestmannaeyjum, Kap II og Brynjólfur. Í mars árið 1983 voru 26 netabátar gerðir út frá Eyjum og til viðbótar voru rúmlega 20 bátar á trolli. Tíðindamaður Frétta fletti upp í Ægi en þar eru skráðar upplýsingar um afla netabáta og aflafrettir.is. Meðfylgjandi tafla sýnir afla báta og landanir í Eyjum í marsmánuði 1983 annars vegar og í mars 2021 hins vegar. Samanburðurinn er fróðlegur. Alls var landað 6.722 tonnum af fiski úr netum árið 1983 en 1.188 tonnum í mars síðastliðnum. Yngvi Geir Skarphéðinsson var skipstjóri á Ófeigi III 1983.
Efni á þessari síðu er aðeins fyrir áskrifendur. Vinsamlegast skráðu þig inn til að lesa meira eða gerast áskrifandi.