Neyðarblys sáust á lofti við Vestmannaeyjar í gærkvöldi, um klukkan 22.30. Lögregla kannaði málið, Björgunarfélag Vestmannaeyja kallað út og björgunarbáturinn Þór sendur út til að kanna sjóinn. Samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar var ekki vitað um neina báta á sjó og telur lögregla líklegast að um gabb hefði verið að ræða.