Karlmaður á fimmtugsaldri, búsettur í Vestmannaeyjum, situr nú í gæsluvarðhaldi vegna rökstudds gruns að hann hafði níðst kynferðislega á stúlkubarni svo mánuðum skipti. Athæfið átti sér stað síðari hluta árs 2009 og fyrri hluta ársins 2010. Í fórum hans fannst fjöldi ljósmynda og hreyfimynda sem hann hafði meðal annars tekið af sér og barninu. Telpan var átta og níu ára þegar ofbeldið stóð yfir. Einnig fannst mikið magn myndefnis sem hann hafði aflað sér á netinu.