Nóg um að vera um helgina

Kótilettukvöldið 

Hið árlega kótilettukvöld verður haldið fimmtudaginn 7. nóvember nk. í Höllinni, kl. 19:30. Kótilettukvöldið hefur verið árlegur viðburður frá árinu 2014 og er tilgangur kvöldsins að koma saman, hafa gaman og borða kótilettur til styrktar góðs málefnis, en allur ágóði rennur beint til styrkar Krabbavarnar Vestmannaeyja og Hollvinasamtaka Hraunbúða.

Dömukvöld ÍBV

Dömukvöld ÍBV handboltans verður haldið föstudaginn 8. nóv. í Golfskálanum. Dagskrá kvöldsins verður fjölbreytt og skemmtileg og verður meðal annars boðið upp á happdrætti, pílu og trúbador. Miðasala fer fram í Heimadecor. Veislustjóri kvöldsins er verður ,,Mollý” úr Iceguys og er þema kvöldsins gallaklæðnaður.

Herrakvöld ÍBV

Herrakvöld ÍBV handboltans verður einnig haldið í Golfskálanum, laugardaginn 9. nóv. Dagskrá kvöldsins verður með svipuðu sniði og dömukvöldið og verður meðal annars píla, happadrætti og skemmtiatriði. Veislustjórar kvöldsins verða Tommi Steindórs og Gunnar Birgis. Uppselt hefur verið á viðburðinn síðustu ár, en miðasala fer fram í HeimaRaf.

Nýjustu fréttir

Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.