Kótilettukvöldið
Hið árlega kótilettukvöld verður haldið fimmtudaginn 7. nóvember nk. í Höllinni, kl. 19:30. Kótilettukvöldið hefur verið árlegur viðburður frá árinu 2014 og er tilgangur kvöldsins að koma saman, hafa gaman og borða kótilettur til styrktar góðs málefnis, en allur ágóði rennur beint til styrkar Krabbavarnar Vestmannaeyja og Hollvinasamtaka Hraunbúða.
Dömukvöld ÍBV
Dömukvöld ÍBV handboltans verður haldið föstudaginn 8. nóv. í Golfskálanum. Dagskrá kvöldsins verður fjölbreytt og skemmtileg og verður meðal annars boðið upp á happdrætti, pílu og trúbador. Miðasala fer fram í Heimadecor. Veislustjóri kvöldsins er verður ,,Mollý” úr Iceguys og er þema kvöldsins gallaklæðnaður.
Herrakvöld ÍBV
Herrakvöld ÍBV handboltans verður einnig haldið í Golfskálanum, laugardaginn 9. nóv. Dagskrá kvöldsins verður með svipuðu sniði og dömukvöldið og verður meðal annars píla, happadrætti og skemmtiatriði. Veislustjórar kvöldsins verða Tommi Steindórs og Gunnar Birgis. Uppselt hefur verið á viðburðinn síðustu ár, en miðasala fer fram í HeimaRaf.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst