Nokkur útköll vegna veðurs (myndir)

Björgunarfélag Vestmanneyja hefur sinnt fjórum verkefnum í það sem af er degi vegna foktjóna víðs vegar um bæinn. Arnór Arnórsson formaður Björgunarfélagsins sagði að um minniháttar tjón væri að ræða. “Við vorum ræstir út rétt fyrir ellefu og síðustu menn voru komnir í hús núna fyrir hálf tvö. Samkvæmt spám er það versta gegnið yfir en við verðum í viðbragðsstöðu eitthvað fram eftir degi.”

Herjólfur hefur fellt niður báðar ferðir dagsins vegna veðurs en meðal vindhraði á Stórhöfða klukkan ellefu náði 34 m/s og 46 m/s í hviðum.

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.