Kylfingarnir ungu Nökkvi Snær �?ðinsson og Daníel Ingi Sigurjónsson gerðu sér lítið fyrir og unnu fyrirtækjamót GV sem haldið var á dögunum en þeir kepptu fyrir hönd Einsa Kalda. Nökkvi Snær og Daníel Ingi eru Eyjamenn vikunnar.
Nafn: Nökkvi Snær �?ðinsson.
Fæðingardagur: 9. apríl 1999.
Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar.
Fjölskylda: Foreldrar eru Hjördís Elsa og �?ðinn Sæbjörnsson. Svo á ég þrjú yngri systkini þau Thelmu, Glódísi og Ísak.
Uppáhalds vefsíða: Fotbolti.net og Facebook.
Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Íslensk, Sálin, Bubbi og Skímó eru ofarlega.
Aðaláhugamál: Handbolti og golf.
Uppáhalds app: �?tli maður noti ekki snappið mest.
Hvað óttastu: Kakkalakka t.d., þeir eru eitt stykki viðbjóður.
Samsung eða Apple: Apple allan tímann.
Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Væri alveg til í að taka einn golfhring með Sergio Garcia.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Nenni ekki að segja Vestmannaeyjar svo ég segi Fimmvörðuháls.
Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Messi og því miður Arsenal eins og staðan er núna.
Ertu hjátrúarfullur: Já, svolítið.
Stundar þú einhverja hreyfingu: Spila bæði handbolta og golf.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Horfi lítið sem ekkert á sjónvarp en ætli það sé ekki bara eitthvað spennu- eða íþróttatengt.
Af hverju tókuð þið þátt fyrir hönd Einsa Kalda: �?g vinn hjá Einsa Kalda og fengum við því að taka þátt fyrir það fyrirtæki með því skilyrði frá Einari að vinna.
Hefur þú áður tekið þátt í þessu móti: Já, þetta var í annað skipti sem ég tek þátt. Tók þátt fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar ásamt Jörgeni Frey fyrir einhverju síðan.
Var samkeppnin hörð: Já, í mótum eins og þessu eiga allir jafn mikinn séns á að vinna þar sem þetta var punktafyrirkomulag og vannst mótið að ég held á 1-2 punktum.
Hvert var skor þitt í mótinu: 74 högg.
…………………………………………………
Nafn: Daníel Ingi Sigurjónsson.
Fæðingardagur: 7. sept. 1998.
Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar.
Fjölskylda: Mamma mín heitir Gunnhildur, pabbi minn heitir Sigurjón og svo á ég fimm systkini sem heita Andri, Jonni, Tanja, Erna og Hjördís.
Uppáhalds vefsíða: �?tli ég verði ekki að segja Facebook, en kylfingur.vf.is er líka í miklu uppáhaldi.
Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: �?g hlusta á flest allt.
Aðaláhugamál: Golf hefur verið mitt aðaláhugamál síðustu ár.
Uppáhalds app: Snapchat.
Hvað óttastu: Mýs og köngulær eru ekki í miklu uppáhaldi.
Samsung eða Apple: �?g er team Samsung.
Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Hefði viljað fá að hitta langafa minn, en hann var kallaður Jonni.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Vestmannaeyjar.
Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Rory Mcilroy er minn uppáhalds golfari og svo held ég með Manchester United.
Ertu hjátrúarfullur: Já, ég myndi segja það, en ég teikna alltaf þrjá bláa punkta á fjórum stöðum á golfboltann minn fyrir mót og vil helst hafa boltann annað hvort númer 1 eða 2.
Stundar þú einhverja hreyfingu: Já, ég æfi golf allt árið.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Prison break og Dexter eru góðir þættir.
Af hverju tókuð þið þátt fyrir hönd Einsa Kalda: Nökkvi Snær vinnur hjá Einsa Kalda og fengum því að taka þátt fyrir þá.
Hefur þú áður tekið þátt í þessu móti: Nei, þetta var fyrsta skipti.
Var samkeppnin hörð: Já, í svona móti geta allir unnið, það var keppt með punktafyrirkomulagi sem gefur öllum sama sénsinn til að vinna.
Hvert var skor þitt í mótinu: �?g spilaði á 65 höggum eða 5 höggum undir pari vallarins.