Eyjapeyinn Nökkvi Sverrisson gerði sér lítið fyrir og vann til bronsverðlauna á Norðurlandamótinu í skák sem lauk í Osló í gær. Nökkvi er fyrsti Eyjamaðurinn sem tryggir sér verðlaun í Norðurlandamóti í skólaskák en eftir að hafa tapað skák í fyrstu umferð, þá setti Nökkvi í fluggírinn og tapaði ekki skák eftir það.