Gísli Stefánsson og Sæþór Vídó hafa að undanförnu unnið við útsetningar á lögum við texta Snorra Jónssonar. “Snorri hafði samband við okkur og fékk okkur með sér í þetta verkefni. �?að var erfitt að segja nei við því enda frábær textahöfundur þar á ferð” sagði Sæþór Vídó í samtali við Eyjafréttir. “Lögin eru eftir hina og þessa, Geir Reynis á þarna lag, Sigurjón Ingólfs, Sigurður �?skars og ég sjálfur á nokkur ásamt fleirum. Flest lagana hafa hvergi heyrst áður.” En Sæþór og Sunnu Guðlaugsdóttir syngja lögin á plötunni. “Eftir miklar pælingar ákváðum við Gísli að færa lögin í einhverskonar “Motown” fíling með brassi og öllum pakkanum. �?á lá beinast við að fá Sunnu til að syngja þetta, enda frábær söngkona þar á ferðinni.”
Eitt erlent lag verður að finna á plötunni, lagið Nornanótt og er það fyrsta lagið sem fer í loftið.”Lagið er eftir Ewan MacColl og heitir Dirty Old town á frummálinu. Íslenska textann samdi Snorri hinsvegar og fjallar um hans upplifun og sjálfsagt annara af gosnóttinni 23. janúar 1973. �?að er því vel viðeigandi að skella því í loftið svona korter í Goslokahátíð,” sagði Sæþór.
Lagið má hlýða á í spilaranum hér að ofan en það er Sunna Guðlaugsdóttir sem syngur. Hljómsveitina skipa þeir Birgir Nielsen á trommur, Kristinn Jónsson á Bassa, Gísli Stefánsson á Gítar, �?órir �?lafsson á Orgel og Hammond, Einar Hallgrímur Jakobsson á Trompet, Heimir Ingi Guðmundsson á Básúnu og Matthías Harðarson á barítón saxafón.
Upptökum stjórnaði Gísli Stefánsson og fóru þær fram í Skátastykkinu og Landakirkju.
Nornanótt
�?g fann að þá, fylltist hugur þrótt
er flúði ég burt, forðum eina nótt.
Eldur brann, yfir jörð og sæ
aska og hraun, ógnaði bæ.
Siglt var út, gegnum eld og eim
annað sást, ekki fyrir þeim
hrikalega hrævareld
er Heimaey var ofurseld.
Mér fannst ömurlegt, að flæmast burt
og fá ekki, að vera um kjurt.
En neyð mig rak þessa næturstund
það var nöturlegt, á nornafund.
Í útlegð bjó en engan stað
fann ég fyrr, en ég frétti það
að fólkið væri, að flytjast heim
og fullur þrár, ég fylgdi þeim.
Og aldrei skal ég aftur burt
alla tíð vil ég vera um kjurt
minni ævi mun ég eyða hér
�?, eyjan mín í faðmi þér.