„Því miður kemur þessi niðurstaða nefndarinnar mér lítið á óvart miðað við allt sem á undan er gengið.“
Þetta segir Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs Vestmannaeyja þegar hann var inntur eftir viðbrögðum um niðurstöðu óbyggðanefndar við bón Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, fjármála- og efnahagsráðherra um að nefndin enduskoðaði afstöðu sína og hefji að nýju málsmeðferð um eyjar og sker með þeim hætti sem ráðuneytið óskaði eftir í mars 2023.
https://eyjar.net/obyggdanefnd-fellst-ekki-a-beidni-radherra/
Njáll segir ennfremur að þegar öllu sé á botninn hvolft gerir ráðherra kröfuna – ekki óbyggðanefnd og ráðherra verður því að gera svo vel eiga þetta mál, finna einhverjar leiðir til að draga þetta til baka í stað þess að klína sökinni ýmist á óbyggðanefnd og hvað þá á fyrrverandi þingmenn!
„Staðreyndin er bara þessi: Nú þurfum við að grípa til varna, ráða til okkar lögfræðing, með tilheyrandi kostnaði fyrir ríkissjóð, sem rekur málið fyrir okkur næstu árin. Á endanum verður síðan væntanlega skorið úr um það hvort ÍBV muni þurfa að sækja um leyfi til forsætisráðherra um afnot brekkunnar í Herjólfsdal á Þjóðhátíð!
Nema, auðvitað – að ráðherra finni hjá sér leiðir til þess að hætta þessari vitleysu. Það væri náttúrulega lang farsælast hefði ég haldið.“ segir Njáll Ragnarsson að endingu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst